Nýbakaðar skonsur eru dásamlegar og enginn vandi að baka. Yfirleitt var notaður sykur í þær en það er að sjálfsögðu smekksatriði og má alveg sleppa.
300 g hveiti
5 tsk. lyftiduft
50 g sykur
3 dl mjólk
2-3 egg, fer eftir stærð
Setjið hveiti, lyftiduft og sykur í skál. Hellið mjólk út í og hrærið saman með sleif. Bætið nú eggjum út í einu í einu og hrærið saman í þykkt deig. Hitið pönnukökupönnu og hafið pönnukökuspaða við hendina. Setjið örlítið af matarolíu á pönnuna. Setjið 3 -4 kúfaðar matskeiðar af deigi á pönnuna og smyrjið deiginu út í endana svo það þeki pönnuna. Passið að lækka hitann svo skonsurnar verði ekki of dökkar. Bakið skonsuna ljósbrúna og snúið henni síðan við með spaða og bakið hinum megin. Það er ágætt að bera svolítið af matarolíu á pönnuna áður er þið setjið deig á hana, þið ættuð að fá u.þ.bl. 6-8 kökur úr uppskriftinni. Bestar nýbakaðar með smjöri og osti eða sultu.
Icelandic scones
1 ¾ cup flour
5 tsp. baking powder
¼ cup sugar
300 ml milk
2 eggs
cooking oil
Mix the dry ingredients in a bowl. Add milk and stir together, add egg, one at the time and stir until you have a smooth and thick batter. Heat a frying pan or a skillet over a medium heat and have offset spatula on hand. Pour 2 tsp of cooking oil on the pan and ladle 3-4 heaping tablespoons of the batter on the pan and smear the dough so it will cover the pan. When bubbles appear in the batter and the cooked side in golden its time to flip it over and bake on the other side. Repeat with the rest of the batter and every time add a little cooking oil on the pan, you will have 6-8 scones. Serve warm with butter and/or cheese and jam.
