Súkkulaði kladdkaka

Hér er uppskrift að mjög einfaldri súkkulaðiköku. Þessi tegund af köku er mjög vinsæl í Svíþjóð og er kölluð “kladdkage” þar í landi og gæti kannski kallast klessukaka eða kladdkaka hér því hún er svolítið blaut og klístrug. Þetta er góð kaka að æfa sig á fyrir þá sem eru að byrja í bakstri eins því hún er ofureinföld og undurgóð.

2 egg

200 g sykur

1 tsk. vanilludropar

100 g smjör, brætt og kælt lítilega

100 g hveiti

40 g kakó

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur þar til blandan er létt og ljóst. Bætið vanilludropum út í og blandið vel saman. Bætið smjöri út í og sigtið hveiti og kakó út í líka. Blandið öllu varlega saman með sleikju. Setjið bökunarpappír í botn á 20-22 cm formi, gott er að nota smelluform. Hellið deiginu í formið. Bakið í miðjum ofni í 20 mín. Látið kökuna bíða í forminu í 10 mínútur og losið þá varlega um hliðarnar og setjið kökuna á tertudisk.

Berið kökuna fram volga með þeyttum rjóma og ef til vill berjum.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s