1 kg hveiti
100 g sykur
6-8 tsk. lyftiduft
100 g smjör, kalt í bitum
1 vanillustöng, kornin af henni
1 appelsína, börkur af henni
1 sítróna, börkur af henni
1 – 1 ½ tsk. malaðar kardimommur (fer eftir hversu sterkar þær eru)
4-5 dl súrmjólk
2 egg
Olía til að steikja upp úr
Setjið hveiti sykur og lyftiduft í skál og blandið saman. Myljið smjörið saman við, þetta má gera í hrærivél með hræraranum. Skafið korn af vanillu úr hýðinu og nuddið saman við 1 msk. af sykri, bætið börk, vanillu og kardimommum í hveitiblönduna. Sláið eggin saman og bætið í ásamt súrmjólkinni. Hrærið létt saman, ekki ofhræra. Skiptið deiginu í tvennt og rúllið út á hveitistráðu borði. Skerið í tígla og snúið hverjum tígli upp í kleinu. Hitið olíuna í stórum potti . Steikið kleinurnar í heitri olíu. Setjið nýsteiktar kleinur á eldhúspappír svo drjúpi mest af feitinni af þeim. Kleinur eru bestar nýsteiktar en mjög gott er að frysta þær og taka út eftir þörfum og hita stutta stund í 130°C heitum ofni.