Bessastaðakökur

Bessastaðakök­ur voru bakaðar á Bessastöðum í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís segir kökurnar hafa verið bakaðar í sinni fjölskyldu frá því hún man eftir sér. Vigdís segir þær ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsen þegar hann bjó á Bessa­stöðum á síðari hluta 19. ald­ar. Ég tók með mér þessa upp­skrift þegar ég flutti til Bessastaða og þær voru alla mína tíð bakaðar þar, reynd­ar all­an árs­ins hring,  og born­ar fram í silf­ur­skál (eins og kon­fekt) með kaffi (og aðeins þær sem bakk­elsi) öll­um þeim sem komu í stutt viðtöl eða með ein­hver er­indi, – það var alltaf öll­um boðið kaffi að göml­um sveitasið,“ sagði Vig­dís. Mbl. 19.12.2013

Þessar yndislegu smjörkökur hreinlega bráðna í munninum og eru algjörlega fyrirhafnarinnar virði. Ekta fullorðinskökur.

250 g smjör
250 g flórsykur
250 g hveiti
1 eggjarauða
saxaðar möndlur eða hnetukjarnar

Í uppskriftinni er hreinsað smjör, sem áður og jafnvel enn er gjarnan kallar að „skíra“ smjörið, þá er mjólkin hreinsuð frá smjörinu og kökurnar renna ekki út við baksturinn.

Bræðið smjörið við hægan hita, hellið því í skál og látið síðan storkna inn í ískáp. Takið smjörhleifinn úr skálinni og skafið hvíta mjúka partinn (mjólkurprótín oft kölluð syrjan) ofan af, sem sagt það sem var botnfall þegar smjörið storknaði, við notum þetta ekki.
Setjið hveiti og flórsykur í skál og blandið saman, saxið hreina smjörið niður í litla bita og hnoðið því saman við þar til þetta verður samfellt deig, þetta getur tekið svolítinn tíma og fer eftir hversu heitar hendur þið eruð með. Skiptið deiginu í 4 parta og rúllið upp í pylsur, þvermál má vera u.þ.b. eins og 10 krónu peningur. Kælið deigið í 1-2 klst.

Hitið ofninn í 180°C (170°C á blástur) og þekið 2 bökunarplötur með bökunarpappír. Skerið deigið niður í örþunnar sneiðar og raðið þeim á plötuna. Setjið örlítinn dropa af eggjarauðu ofan á hverja köku og sáldrið söxuðum möndlum eða hnetum ofan á hann. Bakið í um 15 mínútur. Kökurnar eiga ekki að taka mikinn lit, þær eiga að vera næstum alveg hvítar.

Presidental cookies

250 g butter

250 g icing sugar

250 g flour

1 egg yolk

50 g chopped almonds

First we clarify the butter. Melt the butter in a saucepan, pour it into a bowl and then cool it down in the fridge until completely set. Remove the butter from the bowl and rinse off the milk solids that have sunk to the bottom of the bowl. Cube the butter so it’s easier to work with. Mix flour and icing sugar roughly together. Add the cubed butter and mix until you have nice and smooth dough. It might take a while before it all comes together. If it’s not going well, try mixing by hand to soften the butter a bit. Divide the dough in four parts and roll each part into a log shape around 4 cm in diameter. Put in the fridge for 1-2 hours.

Heat the oven to 180 °C ( 350°F )if you have a convention oven. Whisk the egg yolk. Cut the dough in very thin slices and arrange them on cookie sheets covered with parcement paper.

Use a teaspoon to place a few drops of the whisked egg yolk in the center of each cookie. Sprinkle a few chopped almonds on top of each cookie

Bake for around 15 minutes. Please note that the cookies should not brown, they should remain white.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s