Ekki kjósa allir að nota mikinn sykur, allavega er gott að geta valið hvenær hans er þörf og hvenær ekki. Við í Salt Eldhúsi erum gjarnan að breyta uppskriftum til betri vegar, á ensku kallast það “healthy makeover” og er bara gaman að sjá árangurinn af því, oft finnst ekki mikill munur og samviskan betri að innbyrða ekki of mikinn sykur. Hindberjasulta sem er sætt með döðlum og stevíu er nokkur sem við eigum alltaf til í ísskápnum.
160 g frosin hindber
100 g döðlur, best að nota stóru medalion döðlurnar
4 -6 dropar stevía
Steinhreinsið döðlurnar og sjóðið þær með hindberjunum. Merjið syltuna saman og bætið stevíu í. Byrjið á 2 dropum og smakkið síðan til, ekki er gott að setja of mikið. Setjið í krukku og kælið. Ef þið farið hreinlega með hana, stingið t.d. ekki smjörhnífnum í krukkuna, geymist hún í mánuð í ísskáp ef hún er þá bara ekki búin þá.