Chili con carne

Ef við ættum að velja einn kjötrétt sem er alltaf í uppáhaldi og hefur verið hvað lengst með okkur þá er það líklega þessi réttur og er hann sífellt að þróast. Einfaldur er hann en samt flókin því hann er eins og allt annað sem við matreiðum jafn góður og hráefnið sem fer í hann. Við notum fyrsta flokks nautahakk af grasfóðruðum holdanautum, bara það út af fyrir sig er aðalmálið. Síðan er atriði að nota góða reykta papriku, bestu fáanlegu tómatana, þeir eru eins misjafnir á bragðið og dósirnar eru margar, gott tómatmauk og 85% eða 100 % súkkulaði.

3 msk. olía

2 laukar , saxaðir mjög smátt

2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

1 rauður chili-pipar, saxaður eða 1/2 tsk. chiliflögur

600 g gæða nautahakk

1 kúfuð tsk. kumminduft

1 kúfuð tsk. reykt paprika, (smoked paprika)

1 dl rauðvín( má aðeins vera meira eða um 1-2 dl ef þið eigið)

1 dós góðir saxaðir tómatar, (nota tómata og safa) eða 300 g smátómata

1 msk. tómatmauk

1 dl vatn

1 dós nýrnabaunir, safi sigtaður frá

15-20 g súkkulaði 85% (kannski minna smakka til)

salt og nýmalaður pipar og nautakraftur ef þarf

Byrjið á því að skera laukinn smátt og steikja hann í olíunni við vægan hita þar til laukurinn fer að verða glær, gott er að gefa þessi svolítinn tíma. Bætið söxuðum hvítlauk og chili-pipar í síðustu mínúturnar. Bætið nautahakkinu í pottinn og steikið með lauknum þar til það er vel brúnað. Setjið kummin og papriku út í og steikið með í 1 mínútu. Bætið rauðvíni út í og látið malla í nokkar mínútur. Bætið þá tómötum, tómatmauki og vatni í pottinn og hrærið saman við. Látið þetta allt malla við vægan hita undir loki í 40 mín. Bætið nýrnabaunum í í lok suðutímans, þær eru soðnar en þurfa að hitna vel í gegn. Brjótið súkkulaði í litla bita, setjið út í og látið bráðna saman við. Smakkið til með salti og pipar og bætið e.t.v. chiliflögum og nautakraft út í ef ykkur finnst rétturinn megi vera sterkari.

44956551_10215363531635359_1776541612000673792_n.jpg

Berið chili con carne fram með maísflögum, best að hafa þær án bragðefna svo ekkert trufli góða bragðið af réttinum, og sýrðum rjóma. Mjög gott er að hita maísflögurnar í ofni smá stund áður þær eru bornar fram.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s