Íslensk kjötsúpa

Í dag er kjötsúpudagurinn og vel við hæfi að setja inn uppskrift að þessari dásamlegu súpu. Erlendir ferðamenn koma til okkar í Salt Eldhús og læra að elda þessa þjóðlegu súpu og eru mjög hrifnir af lambakjötinu. Við hin sem erum alin upp á súpunni þykir verulega vænt um hana. Flest heimili (allavega það fólk sem er um miðjan aldur) eiga sína útgáfu af súpunni og engin uppskrift er eins sem er svo spennandi.

1 kg súpukjöt eða frampartasneiðar

1 ½ líter vatn

1 msk. sjávarsalt eða annað gott salt

2 -3 laukar, afhýddir og skornir gróft niður

2-3 msk. súpujurtir

½ dl hýðishrísgrjón eða perlubygg

200 g hvítkál, skorið gróft niður

2-3 gulrætur, afhýddar og sneiddar

1 rófa (200-300 g), afhýdd og skorin í bita

4-6 kartöflur, eftr stærð

súpukraftur eftir smekk

nýmalaður pipar

Setjið vatnið í pott til suðu. Setjið kjötið út í  og látið suðuna koma upp. Fleytið froðuna sem kemur upp þegar kjötið sýður ofan af. Bætið salti, lauk, súpujurtum, grjónum eða byggi, hvítkáli og gulrótum út í og sjóðið í 40 mín.  Bætið þá gulrófum og kartöflum út í og sjóðið áfram í 20 mín.  Smakkið til með súpukrafti, og nýmöluðum pipar, hægt er að fá mjög góðan lambakraft í betri stórmörkuðum.

Þessi uppskrift er bara rammi því einfalt er að breyta innihaldi eftir því hvað er til í kæliskápnum. Blaðlaukur, sellerí, sellerírófa og steinseljurót gefa gott bragð í kjötsúpu og upplagt að bæta í ef það er til. Magn af grænmeti er líka bara tillaga og auðvelt að breyta eftir hvað er til og eftir smekk, mér finnst  til dæmis gott að hafa mikinn lauk.Gott er að saxa hvítlauk og setja út í síðustu mínúturnar ásamt steinselju og basillaufum sem gera gott bragð, en þá er maður komin aðeins lengra frá gömlu góðu kjötsúpunni sem amma mín gerði.

Mjög gott er að frysta kjötsúpu og þá er upplagt að taka kjötið af beinunum og skera gróft út í súpuna. Sleppið þó kartöflunum því þær verða mjölkenndar og leiðinlegar í upphitun eftir að hafa frosið.Mér finnst súpan betri ef svolítið af lambafitunni er sett með, kjötið verður mýkra en það er bara smekksatriði.

Kjötsúpa – Icelandic lamb soup

Serves 4

This is a very traditional recipe of „kjötsúpa“ wich simply means „meat soup“ and is a everyday soup. Every housewife used to have her very own recipe for it. The recipe is a general guideline as it is the perfect dish to add some vegetable left overs from the fridge or seasonal veg´s to your own taste.

1 kg lamb on the bone, cut into big chunks

6 cups cold water

2 tsp. salt

2 onion, peeled and cut into chunks

3 tbsp. „soup herbes“

500 g rutabagas

400 g potatoes

400 g carrots

150 g cabbage

3 tbsp. rice

Freshly ground black pepper

Place the meat in a large saucepan, add water and salt, and slowly bring to a boil. Skim the broth several times, then add soup herbes and onion. Simmer, partly covered for about 45 minutes.

Meanwhile, peel the rutabagas and cut into chunks. Peel the potatoes and cut in half, unless they are small. Cut the carrots into thick slices and the cabbage also. Add all the vegetables the rice and black pepper to the soup and simmer for 20 minutes more or until vegetables are tender. Taste and season if needed.

Remove meat and bones from the saucepan, chop the meat coaresly and return to the saucepan.

Alternatively Icelanders will remove the lamb and potatoes from the saucepan and serve these on a plate, separately from the soup and serve with butter.

„Soup herbes“ are packet of dried finely chopped vegetables and a few herbes and are to be found in all supermarkets in Iceland. You can supstitude with fresh ones such as cellery, leeks and parsnips.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s