Kryddperur

Hér í Salt Eldhúsi hefst jólaundirbúningurinn strax í byrjun október. Þá förum við að undirbúa jólagaldranámskeiðin og hugum að matarjólagjöfum. Hér er uppskrift að sætum kryddlegnum perum. Þessi uppskrift hefur verið mjög vinsæl og tekur enga stund að laga. Góð gjöf fyrir sælkerann.

2 krukkur

 

2 perur

Sultulögur:

4 dl trönuberjasafi

3 msk. sultusykur, strásykur eða hlynsíróp

½ vanillustöng

1 msk. kúrenur

 

Afhýðið perur, skerið í tvennt og kjarnhreinsið og skerið þær síðan í 1 ½ cm þykkar í sneiðar.

Sjóðið trönuberjasafa með sykri, kornum úr vanillu og stönginni og kúrenum saman. Bætið perum út í og látið allt sjóða saman í 2-3 mín eftir að suðan er komin upp. Ekki sjóða perurnar og lengi þá verða þær of mjúkar og detta í sundur. Veiðið perurnar upp úr pottinum og setjið í sultuglös. Sjóðið trönuberjalöginn áfram þar til hann fer að þykkna, það getur tekið u.þ.b. 10 mín. Hellið heitum leginum ofan á perurnar og lokið strax. Perurnar geymast í a.m.k. 3 mánuði í ísskáp. Þær eru góðar sem meðlæti með jólamatnum, sér í lagi villibráð og líka sem eftirréttur með t.d. ís eða vanillurjóma.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s