Brick Lane markaðurinn í London

Brick Lane markaðurinn í London er mjög skemmtilegur heim að sækja. Í hverfinu sem markaðurinn er, sem er í austurhluta borgarinnar, hefur verið haldin bændamarkaður síðan á nítjándu öld. Hverfið var gjarnan kallað „the dodgy end“ þ.e. vafasami hluti London. Síðari ár sóttu síðan innflytjendur aðallega frá Banglades, í ódýr húsakynni og hreiðruðu þar um sig.

Smám saman skapaðist sú hefð að selja líka tilbúin mat „street food“ og í dag er svæðið meira og minna undirlagt af sölubásum með slíkt góðgæti.

Hér ægir öllu saman verslunum með „vintage“ vörur, sölubásar með listmuni, matarmarkaðir veitingastaðir með indverskan mat, og margt fleira spennandi.  í aðal byggingunni á markaðssvæðinu eru yfir 30 sölubásar að selja tilbúna rétti.

IMG_1463.jpg

Hér er fólk með mat frá Malasíu, Indlandi, Marokkó, Eþiópíu, Japan, Kóreu, Kína, Singapor og næstum bara frá flestum stöðum í heiminum og líka sölubásar með girnilegt bakkelsi og tertur. Hér liggur forvitilegur kryddilmur í loftinu og erfitt að velja úr hvað skal kaupa. Við stöldruðum við „dumplings“ básinn og keyptum sitt lítið af hverju. Dásamlega bragðgóðir og greinilega unnið úr gæðahráefni. Hægt er að setjast niður á bekki sem eru allt í kringum sölubásana til að tína í sig matinn. Eþíópskur grænmetismatur varð síðan fyrir valinu og síðan breskur bás sem seldi grillaðan hörpudisk með steiktu grænmeti og beikonkurli, ekki urðum við fyrir vonbrigðum, allt svo gott.

IMG_1459.jpg

Á götunum allt í kring eru líka sölubásar, einn með samlokur með „pulled pork“ og súrum gúrkum þar sem fjöldi manns stóð í röð og beið eftir matnum og dásamlegur ilmurinn af sætu grísakjöti fyllti vitin. Nú hefði verið gott að hafa meira magapláss.

Allt um kring eru spennandi búðir og kennir ýmsra grasa og gaman að tæta aðeins í úrvalið á flóamörkuðum en þar er hægt að fá nánast allt sem hugurinn girnist.

Við mælum með heimsókn á þennan frábæra markað, matgæðingar verða ekki sviknir, muna bara að koma svangur !

 

Opinn allar helgar, laugardaga 11-18 og sunnudaga 10-17.

Á sunnudögum eru matarbásarnir opnir.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s