Makrónur í París

Er eitthvað franskara en frönsk makróna ?

Nafnið makróna eða macaroner er líklega dregið af ítalska orðinu maccarone sem er dregið af sögninni ammaccare og þýðir að kremja ( vísað í malaðar möndlur). Margar tilgátur eru uppi um uppruna þessa gómsætu litlu köku. Sumir halda því fram að ítalskur bakari við hirð Catherine de´Médici hafi bakað makrónu fyrstur manna árið 1533. Síðar hafi í byrjum tuttugustu aldar frakkinn Pierre Desfontaines fullkomnað kökuna eins og við þekkjum hana í dag með því að setja saman tvær og tvær kökur með kremi og þar með varð frönsk makróna til.

Á ferð um götur Parísarborgar þarf ekki að rölta lengi um miðborgina til að finna fallegt bakarí sem selur franskar makrónur. Í Frakklandi er kampavín og makrónur ómissandi þegar tækifæri gefst til að halda veislu eða afmæli. Litadýrðin á þessum dásemdum er ómótstæðileg og bragðið og áferðin oft nálægt fullkomnum.

Víða má finna bakarí sem selja þessar kökur, en þær eru þó mjög misjafnar að gæðum. Ladureé tehúsin eru glæsileg og sérhæfa sig í makrónum. Bakaríið þeirra hefur séð Parísarbúum fyrir makrónum síðan 1862. Umgjörðin er mjög falleg og dregur til sín ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Glæsileikinn er mestur í útibúinu á Champ Elysees en á því tehúsi er auðvelt að detta aftur í tímann og ímynda sér hvernig París leit út í byrjum tuttugustu aldar . Hvort makrónurnar eru þær bestu er ekki alveg víst en góðar eru þær. Eftir óvísindalega úttekt á makrónum í París stendur bakarí Gérard Mulot upp úr. Mjúkar að innan með stökkum hjúp og dásamlega góðar. Pierre Hermeé fylgir þar fast á eftir en gaman er að smakka og gera samanburð, góð makróna er ansi góð og þess virði að leita hana uppi.

Hér eru mín uppáhalds bakarí í París sem sérhæfa sig í makrónum.

Pierre Hermée, 72 rue Bonaparte 6. hverfi. Opið alla daga. Fullyrða má að Hermée sé meðal þeirra allra bestu í borginni. Hann hefur gefið út fjöldan allan af matreiðslubókum um kökur og makrónur. Hér eru makrónur og súkkulaði aðalmálið. Fyllingarnar mjög óvenjulegar og spennandi.

 Gérard Mulot, 76 rue de Seine, 6. Hverfi. Lok: miðvikud. Mulot gerir mjög gómsætar makrónur, þær bestu að mínu mati. Gott er að byrja á að smakka skógaberja, pistasíu og súkkulaði, þær eru frábærar og koma manni í raun í skilning á hvernig makróna á að vera. Annars er allt gott í þessu bakaríi.

 Sadaharu Aoki,35 rue de Vaugirard, 6. hverfi. Lok. mán. Fallegt bakarí þar sem japönsk áhrif njóta sín í frönskum hefðbundnum kökum. Mjög góðar makrónur og hér eru þeir líka frægir fyrir óperuköku (gátaux opera). Búðin í 6. hverfi er lítil en útibú eru víða í borginni. Einnig staðsett á 56 boulevard de Port Royal í 5. hverfi.

 IMGP3740

Ladurée,16 rue Royale, 8. hverfi. Lok sun. Glæsilegt bakarí sem sérhæfir sig í makrónum. Margir vilja meina að þetta bakarí sem hefur verið starfandi í 150 ár sé ofhlaðið af ferðamönnum. Nú þarf  hver að dæma fyrir sig en umgjörðin er falleg. Fyrsta Ladurée búðin opnaði á 75 avenue des Champs-Elysées, fallegar gylltar dyr eru  glæsilegur inngangur að gullfallegu bakaríi þar sem allt er í antikstíl.

Aoki Sadaharu,35 rue de Vaugirard, 6.hverfi. Lokað á mánudögum. Hér er bakarinn undir japönskum áhrifum, mjög spennandi.

Carette,4 Place du Trocadero, 16. hverfi. Opið alla daga. Í þessu bakaríi/kaffihúsi sérhæfa bakarar sig í ávaxta- og ríkulegum smjörfyllingum og setja mikla fyllingu á milli. Dásamlega fallegt útsýni yfir Effelturninn á Trocadero torginu rétt hjá.

IMGP3737.jpg

Café Pouchkine, 155 Boulevard Saint Germain, 6. hverfi. Lokað á sunnudögum. Skærir litir og bakari undir áhrifum af rússneskum glæsileika.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s