Ris a la mande

Fyrir 6-8

6 dl mjólk

70 g hrísgrjón, best að nota grautargrjón

20 g smjör

20 g afhýddar möndlur, saxaðar

1 vanillustöng

2 msk. sykur

2 ½ dl rjómi

1 mandla

Setjið mjólk, hrísgrjón, smjör og sykur í pott yfir til suðu. Skafið kornin úr vanillustönginni og setjið þau út í ásamt stönginni því hún gefur líka mikið bragð. Sjóðið þetta í 30 mín, látið fyrst suðuna koma upp og lækkið síðan í meðalhita. Hafið lokið til hálfs ofan á pottinum Hrærið í öðru hverju. Í lok suðutímans borgar sig að hræra vel í og vera vakandi yfir pottinum því þá vill grauturinn festast við botninn á pottinum því hann er orðinn vel þykkur. Setjið í skál og kælið. Gott er að setja eitthvað yfir, t.d. bökunarpappír, álpappír eða plastfilmu yfir svo ekki komi skán á grautinn.

Létt þeytið rjómann. Blandið honum saman við með sleikju þegar grauturinn er orðinn kaldur. Hellið í glös (munið að setja möndlu í eina skálina) og berið fram með hindberjasósu.

Hindberjasósa:

200 g frosin hindber

3 msk. sykur

2 mandarínur, safi úr þeim

½ dl vatn

örlítill sítrónusafi

Setjið allt nema sítrónusafa í pott og sjóðið saman í 2-3 mín eða þar til berin eru farin að maukast og samlöguð vökvanum. Setjið þetta í matvinnsluvél og hellið síðan í gegnum sigti. Smakkið til með sítrónusafanum.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s