Pastilla með lambakjöti

Í Salt eldhúsi erum við með Marokkóskt námskeið og líka “mezze” sem eru smáréttir Mið-Austurlanda. Á “mezze” er kennt að gera mjög þekkta köku sem heitir “baclava” og er uppáhald allra á þessu landssvæði. Í hana er notað fílódeig en margir eru að kynnast þessu skemmtilega deigi á námskðinu. Þetta deig er hægt að nota í allskonar spennandi rétti eins og þessar fallegu þríhyrninga með lambakjötsfyllingu. Pastilla er Marokkóskur réttur með fílódeigi sem er pakkað inn með sætu krydduðu dúfukjöti og er þessi réttur því sem næst kemur að vera fæða guðana að mínu mati, svo góður er hann. Hérna erum við hinsvegar með lambakjöt í fyllingunni en í Marokkó nota þeir það mikið í allskyns rétti hreint eins og við. Ofan á er stráð flórsykri og kanel sem er óvenjulegt fyrir okkur en er ómissandi til að fá marokkósku stemminguna í réttinn.

1 pakki fílódeig

2 msk. olía

1 laukur, fínt saxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

500 g hakkað lambakjöt

1 tsk. af eftirfarandi kryddi: kumminduft, kanell, engiferduft og kóríanderduft

2 msk. möndluflögur

1 msk. sítrónusafi

lítil hnefafylli saxað ferskt kóríander, (má sleppa)

150 g smjör, brætt

Steikið lauk og hvítlauk í olíunni þar til hann fer að verða glær. Bætið kjöti á pönnuna og steikið áfram þar til kjötið fer að brúnast. Bætið kryddi í og steikið með smá stund. Bætið þá möndlum, sítrónusafa og kóríander út í, smakkið til með salti.

Hitið ofninn í 200°C. Takið 2 blöð af deigi og leggið á borðið. Skerið eða klippið út strimla af fílódeigi þannig að þið notið lengdina á deiginu og skiptið í þrjá renninga eftir endilöngu. sem eru u.þ.b. 15×36 cm. Leggið strimil af deigi á borðið, smyrjið hann með smjöri. Leggið annan deig strimil ofan á og smyrjið létt með smjöri líka. Setjið 2 msk. af  fyllingu ofarlega  á deigið og leggið eitt hornið yfir fyllinguna.

Veltið nú deiginu þannig að þið lokið því með fyllingunni innan í og haldið þríhyrningslaga forminu. Leggið á bökunarplötu og bakið í ofninum í u.þ.bl. 15 mín. Berið fram með jógúrtsósu og sítrónubátum.

Sósa:

1 dós lífræn jógúrt

lítil hnefafylli kóríander, saxað

örlítið salt

Hrærið allt saman í skál.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s