Steiktar lambakótelettur

Fyrir 2

Við í Salt Eldhúsi sendum myndband af lambakótelettum út í kosmósið nú í janúarmánuði og fengum heldur betur viðbrögð við því. Við fréttum að þó nokkrum matgæðingum sem fannst gott að láta minna sig á þennan rammíslenska rétt og elduðu og nutu í kjölfarið. Myrkrið í janúar er erfitt mörgum og um að gera að gera vel við sig í mat. Hér kemur uppskriftin.

5-6 lambakótelettur

1 egg

örlítið salt

1 msk. vatn eða mjólk

100 g brauðrasp, gott að nota ljóst brauðrasp

salt og pipar

paprika, herbes de Provence eða annað gott sem ykkur finnst passa á lambakjöt

olía og góð smjörklípa

Bankið létt á kóteletturnar báðum megin með buffhamar eða öðru áhaldi sem hentar, þetta er ekki nauðsynlegt en þær verða örlítið mýkri fyrir bragðið. Brjótið egg og setjið í víða skál, bætið örlitlu salti í og vatni eða mjólk, pískið þetta saman. Salt er sett í til að brjóta niður hvítuna og drýgja eggið, sama gerir vatnið.

Setjið brauðrasp í aðra skál. Hitið olíu á pönnu og bræðið smjörklípu með. Veltið kótelettunum upp úr eggi og síðan raspi. Raðið kótelettunum á pönnuna þegar olíu/smjörblandan er orðin vel heit, lækkið núna hitann svolítið undir pönnunni. Steikið kóteletturnar þar til þær eru farnar að taka góðan lit og veltið þeim á hina hliðina og steikið áfram í 5 mín en heildar steikingatíminn fer svolítið eftir þykkt kótelettana. Best er að steikja þær ekki of lengi því þá verður kjötið gjarnan svolítið seigt, meðalsteiking er best.

Berið fram með því sem hugnast, við borðum sýrðar rauðrófur og eplasalat með. Eplasalat er 100g sýrður rjómi hrært út með 1 msk. majones bætt með salt og pipar. Afhýðið 1-2 epli (eftir stærð), saxið þau niður og bætið í sýrða rjómann.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s