Franskur hvítlaukskjúklingur

Þessi uppskrift hefur verið með okkur síðustu 35 árin og er enn í uppáhaldi. Svo einföld og þægileg og kjúllin nýtur sín vel með öllum þessum hvítlauk.

1 stór kjúklingur eða samsvarandi magn bitar

½ dl ólífuolía

10-12 hvítlauksgeirar, afhýddir og sneiddir niður

2 dl hvítvín

¾ tsk. timian eða lítil hnefafylli ferskt

2 lárviðarlauf

salt og nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 180°C. Skerið kjúklinginn í bita og steikið þá á pönnu í olíunni. Gott að gera í tveimur atrenum svo hann brúnist vel. Setjið kjúklinginn í ofnfast fat, passa að hafa það ekki of stórt, kjúllinn á að þekja botninn. Steikið hvítlaukinn stutt í restinni af feitinni á pönnunni, takið af hitanum og hellið hvítvíninu á pönnuna. Hellið vökvanum í fatið yfir kjúklinginn. Saltið, piprið og stráið kryddi yfir kjúklinginn, setjið lárviðarlauf með í fatið. Bakið í 30-40 mín. Vætið í kjúklingnum með vökvanum í fatinu einu sinni á bökunartímanum.

Gott brauð og salat með vinagrettu passa vel með. Uppskriftin er fyrir 3 svanga en gæti dugað fyrir 4.F

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s