Hér kemur ein skotheld uppskrift að kryddlegi á grísasneiðar. Ég hef notað hana árum saman en man ekki lengur hvaðan hún komst í mínar hendur. Mér þykir þó líklegt að hún komi frá Úlfari Finnbjörnssyni eins og svo margt annað gott. Grísa bógsneiðar eru frábærar á grillið.
3 hvítlauksgeirar, saxaðir eða rifnir niður
4 msk. sojasósa
1 msk. Dijon-sinnep
½ msk. ferskt engifer, rifið
safi úr ½ appelsínu
1 ferskt rautt chili, saxað eða ½ tsk. chiliflögur
3 msk. olía
1 tsk. hlynsóróp eða önnur sæta
Blandið öllu saman og penslið grísasneiðar með leginum. Látið standa í 1 klukkustund. Dugar á 1 kíló grísakjöt í sneiðum. Mjög gott að nota grísa bógsneiðar og grilla.