Kryddlögur á grísakjöt

Hér kemur ein skotheld uppskrift að kryddlegi á grísasneiðar. Ég hef notað hana árum saman en man ekki lengur hvaðan hún komst í mínar hendur. Mér þykir þó líklegt að hún komi frá Úlfari Finnbjörnssyni eins og svo margt annað gott. Grísa bógsneiðar eru frábærar á grillið.

3 hvítlauksgeirar, saxaðir eða rifnir niður

4 msk. sojasósa

1 msk. Dijon-sinnep

½ msk. ferskt engifer, rifið

safi úr ½ appelsínu

1 ferskt rautt chili, saxað eða ½ tsk. chiliflögur

3 msk. olía

1 tsk. hlynsóróp eða önnur sæta

Blandið öllu saman og penslið grísasneiðar með leginum. Látið standa í 1 klukkustund. Dugar á 1 kíló grísakjöt í sneiðum.  Mjög gott að nota grísa bógsneiðar og grilla. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s