Íslenska rjómatertan

Sumarið hjá okkur í Salt Eldhúsi einkennist af því að kynna íslenskar matarhefðir fyrir ferðamönnum sem koma til Íslands og langar að fræðast um mat og menningu. Oftar en ekki berst talið að sætindunum og margir fara heim til sín með uppskriftir að ýmsu góðgæti eins og kornflextertu sem sérstaklaga Ameríkanar eru mjög spenntir fyrir. Hér er uppskrift að rjómatertu sem er mörgum gleymd en er ein af þeim tertum sem amma bakaði svo vel og má ekki gleymast. Sannkölluð drottning á veisluborðinu.

4 egg 

180 g sykur

70 g kartöflumjöl

70 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

60 g smjör brætt og kælt örlítið

Hitið ofninn í 200°C. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Besta útkoman verður ef eggin eru ekki köld og eggjamassinn er þeyttur saman í 5-10 mín. Sigtið kartöflumjöl, hveiti og lyftiduft út í og blandið varlega saman við með sleikju. Bætið vanilludropum og smjöri saman við. Það er ekki nauðsynlegt að hafa smjör í kökubotnunum en það gefur kökunni aukna mýkt.

Smyrjið eða setjið bökunarpappír í botninn á 2 smelluformum, 22-24 cm í þvermál, þið getið notað 3 form eins og er sýnt á myndinni en þá þurfa þau að vara minni eða 20cm. Bakið botnana í 18-20 mín. og kælið. 

Fylling og skraut:

1/2-3/4 l rjómi

1 stór dós kokteilávextir (825 g) eða aðrir ávextir í dós

Þeytið rjóma. Sigtið safa frá ávöxtum og geymið hann. Leggið annan botninn á tertudisk og vætið vel í honum með safanum, það er lykilatriði að væta botnana vel svo kakan verði ekki þurr. Smyrjið svolitlu af rjómanum ofan á og dreifið 1/3 af ávöxtunum yfir. Leggið hinn kökubotninn ofan á, vætið í honum með ávaxtasafanum og þekið síðan alla kökuna með rjóma, ofan á og með hliðum. Skreytið með kokteilávöxtum eftir smekk. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s