17 júni er í næstu viku og góð ástæða til að baka þessa glæsilegu jarðaberjatertu. Kökuna er þægilegt og einfalt að baka, bara einn botn og þeyttur rjómi ofan á og síðan glás af jarðaberjum. Kökubotninn er mjög góður með fínlegu marsípanbragði og stendur fyrir sínu og hægt að setja allskyns ávaxti ofan á ef jarðaber eru ekki til.
200 g marsípan ( ren rá marsipan)
200 g sykur
200 g mjúkt smjör
3 egg
100 g hveiti
½ tsk lyftiduft
2 tsk. sítrónubörkur
1 tsk. vanilludropar
Ofan á:
4-5 dl rjómi þeyttur
400 g jarðarber
2 msk. flórsykur
Hitið ofninn í 160°C. Rífið marsípanið niður á rifjárni og hrærið saman við smjör og sykur í hrærivél. Bætið eggjum út í einu í einu og síðast hveitinu, lyftidufti, sítrónubörk og vanillu. Setjið deigið í smjörpappírsklætt smellumót, 28 cm breitt og bakið í 30-40 mín.