Kryddblöndurnar geymast vel í loftþéttum umbúðum í 6 mánuði á þurrum stað.
Za´atar er kryddblanda frá Mið-Austurlöndum og notuð m.a. ofan á flatbrauð
1 msk. sesamfræ
1 msk. timan
1 msk. sumac
2 tsk. kumminduft
1 tsk. oregano
Þurristið sesamfræ þar til gullin. Setjið í skál og blandið öllu saman við.
Berbere er blanda frá Eþíópíu og notað m.a. í súpur og pottrétti
1 tsk. kardimommubelgir
1 tsk. fennelfræ
2 þurrkuð rauð chili
1 tsk. kóríanderfræ
1 tsk. kumminfræ
1 tsk. cayenne-pipar
½ engiferduft
2 msk. reykt paprikuduft
1 msk. paprikuduft
Þurristið heilu kryddin, kælið þau og malið í morteli eða í kryddkvörn. Blandið öllu öðru saman við.
5-spice kryddblanda er kínversk kryddblanda og mikið notuð í asískan mat
1 msk. fennelfræ
1 msk. negull
1 msk. stjörnuanís
1 msk. Sichuan-pipar
1 msk. kanelduft
Setjið allt nema kanelduft í mortel, kryddkvörn eða kaffikvörn og malið fínt. Bætið kanel út í og malið saman þar til vel samlagað. Geymið í krukku á þurrum stað.
Baharat kryddblanda frá Mið-Austurlöndum, notað í fisk – og kjötrétti og í súpur
2 tsk. kóríanderfræ
1 msk. kumminfræ
1 tsk. negulnaglar
1 msk. svört piparkorn
½ kanelstöng
1 tsk. kardimommuhylki, bara nota fræin innanúr
2 msk. paprikuduft
örlítið rifið múskat
Þurristið heilu kryddin, kælið þau og malið í morteli eða í kryddkvörn. Blandið öllu öðru saman við.
Jerk blanda er ættuð frá Karabísku eyjunum og notað í kjúklinga-og grísakjötsrétti.
1 msk. allspice heilt
2 tsk. svartur pipar
1 tsk. kanelduft
2 tsk. timian
2 tsk. cayenne-pipar
1 tsk. hvítlauksduft
Setjið allt nema kanelduft í mortel, kryddkvörn eða kaffikvörn og malið fínt. Bætið kanel út í og malið saman þar til vel samlagað. Geymið í krukku á þurrum stað.
Garam masala er indversk blanda og notuð í mjög marga indverska rétti.
4 msk. kóríanderfræ
2 msk. kumminfræ
1 msk. svört piparkorn
8 heilar kardimommur
4 kanelstangir
1 tsk. negulnaglar
1 múskathneta rifin
Ristið kryddin hvert fyrir sig á þurri pönnu og látið þau kólna svolítið. Malið allt saman í kaffi kvörn eða morteli.