Jarðaberjaterta

Gleðilegt sumar ! Hún er sumarleg þessi fallega kaka. Hér er komin klassísk uppskrift að lagtertu með jarðaberjum. Botnarnir eru svampbotnar með örlitlu smjöri. Einföld og góð og ætti að duga fyrir 8-10.

4 egg

120 g sykur

100 g hveiti

½ tsk. lyftiduft

50 g smjör brætt og kælt lítillega

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er ljóst og létt. Sigtið hveiti og lyftiduft út í eggin og blandið því saman við með sleikju. Bætið smjörinu út í og blandið saman við með sleikjunni. Setjið smörpappír í botninn á 2 x 22 eða 24 cm smellumótum. Skiptið deiginu á milli formana. Bakið í um 20 mín. Takið úr formunum og kælið. Þið getið haft kökuna á 3 hæðum með því að nota 3×20 cm form. 

500 g jarðaber eða hindber

1 msk. sykur

½ líter rjómi 

Ef þið notið jarðaber eru þau skorin í bita ef þau eru stór, hindberin eru höfð heil. Setjið berin í skál og bætið sykri út í eftir smekk, ef berin eru vel sæt er óþarfi að nota sykurinn. Þeytið rjómann. Setjið rjóma og ber á milli botnana og ofan á. Skreytið með berjum og fánum. Ég átti litlar marenskökur sem ég bætti ofan á líka og komu vel út.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s