ofnsteiktir kjúklingaleggir í panko-raspi

Í Salt Eldhúsi eru nokkur Asísk námskeið með kjötbitum sem við steikjum í raspi. Við notum Panko-rasp sem er gróft rasp og hefur lengi vel aðeins fengist í Asíu-búðum. Nú fæst þetta rasp nær allstaðar enda hefur gott rasp verið vandfundið í verslunum og þeir sem vilja gott rasp þurrka brauðafganga og gera það sjálfir eða kaupa rasp í bakaríi. Þessi fljótlega uppskrift af kjúklingaleggjum er aldeilis frábær. Raspið gerir húðina utanum svo stökka og góða.

10- 12 kjúklingaleggir 

3 msk. maizenamjöl eða kartöflumjöl

2 egg, pískuð samana með örlitlu salti

5 dl panko-rasp

salt og pipar

gott kjúklingakrydd 

paprikuduft

olía

Stillið ofninn á 190°C blástur. Setjið maizenamjöl, egg og panko-rasp í 3 skálar. Þerrið kjúklingaleggina með eldhúspappír. Veltið leggjunum upp úr maizenamjöli, síðan í egg og síðast í raspið. Raðið þeim í ofnskúffu, gott að setja bökunarpappír á botninn. Ef þið viljið splæsa plastpoka er gott að setja maizenamjöl í pokann ásamt kjúklingaleggjunum og hrista duglega, þá kemur létt húð af mjölinu jafnt utan á allan kjúklinginn. Kryddið nú kjúklingabitana báðum megin, það þarf vel af kryddi svo legginir verði góðir. Sáldrið pínulítilli olíu yfir kjúllann og bakið hann síðan í 30-35 mín. Ég hef gjarnan ofnsteiktar kartöflur og/eða salat með. Köld majósósa er líka tilvalin eða bara gott majones. 

Uppskrift dugar fyrir 4. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s