Ég á margar uppskriftir af appelsínukökum, hef safnað þeim að mér gegnum árin og er alltaf að leita að þeirri einu réttu sem er best. Þetta er svona svipað og með leitina að bestu súkkulaðikökunni, hún stendur ennþá yfir og er góð átylla að vera sífellt að prófa eitthvað nýtt. Þessi appelsínukaka sem ég gef uppskrift að í dag er sú sem er oftast bökuð hjá okkur og er alveg ótrúlega góð. Rennandi blaut af safa og dásamlegt möndlubragðið passar svo vel við appelsínurnar. Upphaflega fann ég þessa uppskrift í matreiðslubók Ottolengi en þær eru endalaus uppspretta af góðum hugmyndum.
200 g smjör, mjúkt
300 g sykur
5 egg, meðalstór
260 g möndlumjöl, eða sama magn af afhýddum malaðar
fínt rifinn börkur af 2 appelsínum
100 g hveiti
örlítið salt
Hitið ofninn í 180°C (170°C á blástur). Setjið bökunarpappír á botninn á smelluformi, 24 cm breitt og berið olíu eða smjör innan á hliðarnar. Hrærið saman smjör og sykur þar til vel samlagað ekkert meira. Bætið eggjum út í einu í einu og síðan strax á eftir helminginn af möndlunumjöli, hrærið þetta vel saman. Bætið nú appelsínubörk, restinni af möndlumjöli, hveiti og salti út í og hrærið vel saman. Jafnið deiginu í formið og bakið í 50-60 mínútur. Þegar líður að lok bökunartímans en gott að útbúa appelsínusírópið. Hellið heitu appelsínusírópinu yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum og látið hana kólna í forminu. Vökvinn virðist vera of mikill en kakan sýgur í sig sírópið og verður svakalega góð. Þetta er stór kaka og geymist líka vel innpökkuð í u.þ.bl. viku.
Appelsínusíróp:
80 g sykur
safi af 2-3 appelsínum, eða um 120 ml af safa
Sjóðið saman í 2-3 mín.