Hægeldaðir grísahnakkar “Asía style”

Street food námskeiðin hjá okkur í Salt eru mjög vinsæl og núna er val um nokkur mismunandi námskeið. Hér er uppskrift að langelduðum grísahnakka en það er frábær kjötfylling í allskonar bollur og vefjur. Eitthvað fyrir þá sem eru búin að læra að gera Tævönsku Bao-bun bollurnar og langar að bæta við og breyta fyllingum. Það tekur rúmlega tvær klukkustundir að elda hnakkana er fyrirhöfnin er þó ekki mikil því þeir dóla sér bara í ofninum í rólegheitum á lágum hita. Hnakkarnir verða karmeliseraðir og djúsí.

800 -1000 g grísahnakkasneiðar 

1 laukur, afhýddur og skorinn frekar gróft niður

1 msk. saxað ferskt engifer

3 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir 

¾  dl sojasósa

40 g púðursykur

1 appelsína, safinn af henni

1 tsk. 5-spice

1 kanelstöng (má sleppa)

2 stk. stjörnuanís (má sleppa)

½ tsk. salt

Hitið ofninn í 145°C eða 135 á blástur. Setjið allt nema kjöt í rúmgott eldfast fat eða það stórt að kjötið geti verið þar í einu lagi. Blandið þessu öllu saman og dreifið úr svo þeki botninn. Veltið kjötsneiðunum upp úr leginum og raðið þeim síðan í einu lagi svo þær verði umluktar og vel bleyttar í leginum. Lokið þétt með álpappír og bakið grísakjötið í 3 klst. Farið að kíkja á það eftir tvær og hálfa klukkustund því ofnar eru misjafnir. Kjötið á að vera farið að dökkna og vera gegneldað og það mjúkt að tæta má það niður með gaffli. Þegar kjötið er tilbúið finnið gaffal og tætið það niður og setjið það í skál, vætið í því með  passlega miklu af leginum sem kom af kjötinu svo allt verði djúsí. 

Frábær kjötfylling í allskonar Asíska rétti, t.d. Bao-bun. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s