lasagna

Pastaréttir eru mikill kósímatur og er lasagna þar örugglega fremst í flokki. Hér er okkar uppskrift að þessum dásamlega rétt. Uppskrift er bara uppskrift og er alltaf mismunandi hver útkoman verður eftir því hvernig hráefnið er og ekki síst hver eldar því hver hefur sitt lag á. Maturinn verður alltaf jafngóður og hráefnið sem fer í hann. Hakk er misgott og erfitt að redda hakki sem er vond lykt af þegar byrjað er að steikja, flestir hafa einhverntíma lent í því. Þá er bara að kíkja í kryddskúffuna og krydda meira til að bjarga málunum. Tómatvörur geta líka verið mjög mismunandi, ég hvet ykkur til að smakka tómatana í dósunum eða fernunum frá mismunandi framleiðindum, þið verðið hissa hversu ótrúlega mikill munur er á bragði og finnið fljótlega ykkar uppáhalds sort. Tómatpúra er með mismikla sýrni og oft hefur gefist vel að bæta örlitlum sykri í réttinn til að fá jafnvægi ef hún er súr. Það þarf ekki að vera slæmt, bara vera með puttan á púlsinum og smakka til og bæta þar til þið eruð ánægð og krydda meira þar til ykkur líkar. Það er mjög gott að nota rauðvín og afgangslaggir af rauðvíni má frysta og safna í poka og nota síðan þegar á þarf að halda.

fyrir 4-6

3 msk. olía

1 laukur, afhýddur og saxaður smátt

2 stórar sneiðar beikon eða pancetta, skorið í smáa bita

1 gulrót, fínt rifin (má sleppa)

1 hvítlaukur, saxaður

500-600 g gott nautahakk

1 dl rauðvín (má sleppa og nota sama magn vatn)

1 x 400 g dós/ferna saxaðir tómatar eða samsvarandi magn smátómatar

2 msk. tómatpúra

½ tsk. oreganó

½ tsk. timian

salt og pipar

örl. sykur ef þarf

Steikið lauk í olíu við meðalhita þar til hann fer að verða mjúkur og glær. Bætið beikon og gulrótum út og steikið áfram í nokkrar mínútur, bætið hvítlauk í síðustu mínútuna. Nú fer nautahakkið á pönnuna, steikið það með laukblöndunni þar til það er vel steikt. Bætið rauðvíni út í og látið það sjóða góða stund. Bætið þá tómötum, tómatpúru og þurrkryddi út í  og látið þetta sjóða með lok á pönnunni í 30 mín. Hitið ofninn í 180°C. Finnið gott eldfast form u.þ.bl. 22×28 eða samsvarandi stærð. Passið að hafa fatið ekki flennistórt, þá náið þið ekki nógu mörgum lögum og lasagna ekki eins djúsí. Berið ólífuolíuna á botninn á fatinu, raðið lasagnablöðum á botninn. Setjið 1/3 af kjötsósunni ofan á blöðin og 1/3 af sósunni þar ofan á. Raðið öðrum umgang af lasagnaplötum ofan á, kjötsósu, sósu og lasagnablöð og síðan áfram annan umgang þar til kjöt og sósa er uppurið. Stráið báðum tegundum af osti ofan á, þið þurfið ekki báðar tegundir en það er gott að blanda parmesan-osti saman við mjólkurost ef þið eigið hann. Bakið þetta síðan í 30-35 mín. þar til gullið og girnilegt. 

1-2 msk. ólífuolía

200 g lasagnablöð

Sósa:

500 g kotasæla (1 stór dós)

180 g sýrður rjómi (1 dós)

1 tsk. Dijon sinnep eða annað gott sinnep

Hrærið kotasælu, sýrðan rjóma og sinnep saman í skál. 

Ofan á:

50 g gouda-ostur 

50 g parmesanostur

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s