Bolludagsbollur með stökkum topp

Frakkar gera allskyns flottar kökur og eftirrétti úr vatnsdeiginu og leika með það á ýmsa vegu m.a. með því að setja stökkan topp ofan á það. Þeir kalla þessar bollur “Choux craquelin” Hér er uppskrift að þessum gómsætu bollum. Athugið að hér eru eggin gefin upp í grömmum því þetta deig er viðkvæmt fyrir hlutföllum og of mikið af eggjum gerir það þunnt og þá lyftast bollurnar ekki. Hver hefur ekki lent í því ! Þetta á þó helst við þegar uppskriftin er margfölduð eins og margir gera fyrir bolludaginn, þá er gott að vita að eitt egg er rétt rúm 45 g án skurnar en getur hæglega vigtað 60-70 g. Uppskriftin gerir 8-9 stórar bollur.

170 ml mjólk (1 ¾ dl)

70 g smjör

1 ½ tsk. sykur

½ tsk. salt

100 g hveiti

3 egg (sláið saman og vigtið 140 g án skurnar)

Hitið ofninn í 180°C. Setjið mjólk, smjör, sykur og salt í pott ásamt og sjóðið þar til smjörið er bráðið. Setjið hveiti í pottinn og sláið það saman við með sleif þar til það er samfellt og losnar frá botninum. Látið bíða í 5 mínútur. Bætið þá eggjum í í 3 skömmtum og sláið vel saman við. Deigið virðist stundum vera að skilja sig en það er eðlilegt, bara halda áfram að hræra og það samlagast fljótt. Setjið deigið í sprautupoka. Sprautið deigið úr í bollur u.þ.b. 8-9 stk. Má líka nota tvær matskeiðar. Stingið kringlóttar kökur út úr „craquelin“ deiginu og leggið ofan á hverja köku. Bakið í 30 mín. A.T.H. ekki opna ofninn fyrstu 20 mínúturnar, kökurnar geta fallið. Takið kökurnar út þegar þær eru tilbúinar og kælið.

Craquelin deig:

60 g smjör, mjúkt

80 g hveiti

80 g hrásykur

Setjið allt í skál og myljið saman með höndum. Formið bollu og látið í kæli í 15 mín. Notið 2 arkir af smjörpappír, setjið deigið á milli og fletjið þunnt út. Stingið út kökur og setjið ofan á vatnsdeigsbollurnar. Bakið síðan eins og sagt er hér að ofan.

Kælið bollurnar og berið fram með rjóma og sultu á milli eða öðrum spennandi fyllingum.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s