Allt um egg

# Gott að vita að stærð á eggjum með skurn flokkast í meigindráttum í fjóra flokka lítil, meðalstór,  stór og mjög stór. Lítil egg eru oft 42-50 g á stærð, meðal eru 50-56, stór eru 56-63 og mjög stór eru 63-70. Vigtin er ekki alveg nákvæm en nógu nákvæm til að gefa hugmynd um stærðarmuninn. Það gefur auga leið að miklu máli skiptir að nota réttu stærðina af eggjum í baksturinn því hlutföll geta riðlast mikið t.d. ef eggin eru mörg í kökunni. Í bakstri gildir nefnilega svolítil nákvæmni í mælingu. 

# Eggjarauður og hvítur má frysta. Passa verður að nota loftþéttar umbúðir þegar hvítur eru frystar því vont er að fá frostsallia í hvíturnar. Rauður má líka frysta og sniðugt að frysta 4 saman því það er oft magn sem þarf í t.d. krem eða vanillusósu.

# Eggjarauður og eggjahvítur eru seldar gerilsneiddar í brúsum og hef ég líka fryst þær í litlum pokum í 80-100 g pakkningum.  Gott er að eiga rauðurnar því alltaf er einhver ófrísk í stórri fjölskyldu og uppáhalds kökukremin og eftirréttirnir eru gjarnan með eggjarauðum. Rauðurnar má geyma í frysti í 6 mánuði en hvítur í eitt ár. 

# Eggjarauða ein og sér er oftast u.þ.bl. 20 g og eggjahvíta 30 g. Í vandasömum bakstri eins og makrónubakstri eru eggjahvítur gjarnan gefnar upp í vigt til að auka á nákvæmni því þar gildir að vigta allt nákvæmlega. 

# Þegar þið lagið þeytt deig þ.e. deig þar sem byrjað er á því að þeyta egg og sykur vel saman, er gott að nota  egg við stofuhita. Froðan verður miklu loftmeiri og kakan léttari. Ef  þið eruð í tímahraki leggið þau í  heitt vatn úr krananum í skál í 5 mínútur. 

# Passið vel að skálin sem þið þeytið eggjahvíturnar í sé alveg tandurhrein. Smá arða af fitu í skálinni getur orðið til þess að hvíturnar stífni ekki. Eggjahvítur verða að vera alveg aðskildar frá rauðunum, smávegis af rauðu getur eyðilagt allt. Best er að aðskilja egg sem eru köld úr ísskáp, þá er rauðan afmarkaðri frá hvítunni og betra að aðskilja þau.  

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s