Súkkulaðikókoskökur

80 stk.

Margir eiga sínar uppákaldssmákökur og tengjast þær gjarnan æskuminningum. Hér áður fyrr var sterk hefð fyrir smákökubakstri fyrir jól enda ekki úrval af smákökum í verslunum eins og í dag. Byrjað var að baka kökurnar um miðjan nóvember og þær settar í blikkbox og límband sett á samskeytin á lokinu svo óboðnir gestir kæmust ekki í þær. Þær voru geymdar til jóla en ekki kláraðar á aðventunni eins og núna. Margt gott má segja um gamla siði en ég er á því að mun skemmtilegra er að njóta þess að borða smákökurnar jafnóðum og þær eru bakaðar og njóta þeirra í desember. Hér eru kökur sem voru bakaðar fyrir hver jól á mínu heimili. Uppsriftin er stór, ég minnka hana gjarnan um helming. Þessar eru mjög fínar að gera með börnum, þeim finnst gaman að móta kúlurnar og dýfa í möndlusykurinn.

400 g hveiti

200 g kókosmjöl

400 g smjör, mjúkt

250 g sykur

½ tsk. hjartarsalt

2 msk. kakó

2 egg

Ofan á:

100 g möndlur eða hnetur

100 g sykurmolar

Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt hráefni í skál og hrærið jafnt deig. Setjið möndlur og molasykur í plastpoka og myljið með kökukefli. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu og dýfið þeim í möndlu-sykurblönduna. Raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið í 12-14 mín. Kökurnar mega vera nokkuð þétt á plötunni, þær stækka þó aðeins.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s