Sítrónu marens rúlluterta

Hér er uppskrift að spennandi marens rúllutertu. Sítrónumauk má kaupa tilbúið en heimalagað er alltaf mun betra. Ég gef upp vigtina á hvítunum ef ske kynni að þið eigið þær til í frysti og líka vegna þess að eggin eru misstór og gott að vita að ein eggjahvíta í meðalstóru eggi vigtar yfirleitt 30 g. Kakan er undurgóð, léttur marens sem minnir á Pawlovu og skemmtilega súrt sítrónubragð á móti, tilvalinn í kökuboðið eða sem eftirréttur.

Fyrir 8

5 eggjahvítur (ca. 150 g)

280 g sykur

50 g hnetur eða möndlur, saxðar fínt

flórsykur til að dusta yfir

3 dl rjómi, þeyttur

2 -3 dl sítrónumauk (magn eftir smekk)

Hitið ofninn í 200°C, 190°C á blástur. Setjið bökunarpappír í form sem er 24×34 cm á kant eða sviðað þessu á stærð. Brjótið inn á hornin svo deigið komist vel fyrir. Berið olíu á pappírinn og stráið hnetum á hann. Þeytið eggjahvítur saman í tandurhreinni hrærivélaskál þar til þær eru næstum stífar. Bætið þá sykri einni matskeið í einu út í og hrærið áfram. Hrærið áfram í 1-2 mín eftir að sykurinn er allur kominn út í. Jafnið nú úr deiginu í pappírsklædda formið. Bakið marensinn í 8 mínútur, lækkið þá hitann í 160°C (150°C blástur) og bakið áfram í 15 mín í viðbót. Setjið örk af bökunarpappír á borðið og hvolfið marensnum á borðið. Látið kólna í 15 mín. áður en þið setjið fyllinguna. Smyrjið rjóma á marensinn og síðan sítrónumauki ofan á hann. Það er ykkar að ráða hversu mikið mauk þið viljið nota en ég á yfirleitt afgang í litla krukku eftir. Rúllið kökunni upp, setjið hana á fallegan disk og sigtið flórsykur yfir. Ef þið eigið afgang af sítrónumaukinu er gott að setja það í krukku og geyma í ísskáp. Það er mjög gott ofan á ristað brauð.  

Sítrónumauk:

4 stórar eggjarauður (80 g)

130 g sykur

3 sítrónur, safi af þeim

1 msk. sítrónubörkur u.þ.b. 1 sítróna

80 g smjör, í bitum

Sítrónumaukið er eldað í vatnsbaði. Takið pott og setjið vatn í hann að upp að rúmlega ¼. Finnið hitaþolna skál sem passar ofan á pottinn.  Setjið eggjarauður, sykur, sítrónusafa, sítrónubörk og í skál sem er hitaþolin og passar ofan á pottinn. Hitið vatnið og pískið sítrónumaukið saman yfir vatnsbaði það til það fer að þykkna. Þetta getur tekið 6-10 mín. og það borgar sig að þeyta í allan tímann. Takið af hitanum og pískið smjörbitana út í, það má setja allt í einu. Hellið í gegnum sigti. Sítrónumauk geymist í kæli í 10 daga. Til að geyma lengur er hægt að frysta í 3-6 mánuði

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s