Sörur

Mörgum finnst sörubakstur vera flókið mál enda hér á ferðinni tvö grunnatriði í bökunarlist, marensbakstur og franskt smjörkrem. Hvorutveggja er gott að kunna ef manni langar að vera flinkur bakari og sú kunnátta nýtist í allskonar annan bakstur. Franskt smjörkrem er það sem er kennt sem grunnur í Franskri bökunarlist því hægt er að bragðbæta það með allskonar fíneríi eins og líkjör, kaffi, franskt núggat, rósavatn ofl. og nota sem krem. Margir hafa ekki treyst sér í að gera sykursíróp og nota síróp í flösku í sörurnar sem er allt í lagi en það er gaman að spreyta sig á alvöru aðferðinni. Þegar maður hefir einu sinni gert sykursíróp verður það leikur einn í næsta skipti og alltaf gaman að læta eitthvað nýtt.

Botnar:

3 eggjahvítur

200 g flórsykur

200 g möndlur, malaðar fínt

Hitið ofninn í 190°C (180°C á blástur). Þeytið eggjahvítur stífar, þ.e. að hægt sé að hvolfa skálinni og eggjahvítan dettur ekki úr henni. Passið að skálin sé tandurhrein, ef minnsta fita er í skálinni þeytast þær ekki vel. Blandið flórsykri og möndlum saman og hrærið varlega út í hvíturnar. Setjið smjörpappír á ofnplötur, mér finnst gott að bera matarolíu á plötuna, setja pappírinn á og bera aftur á pappírinn, þá festast kökurnar ekki við pappírinn. Setjið deigið á plötuna með tveim teskeiðum í litlar kökur, ágætt er að hafa þá eins og krónupening á stærð. Ef þið eigið sprautupoka er mjög gott að nota hann. Bakið kökurnar í 8-10 mín. Kælið.  

Krem:

¾ dl vatn

¾ dl sykur

3 eggjarauður

150 g smjör mjúkt

1 msk. kakó

Ofaná:

200 g súkkulaði, brætt við vægan hita

Finnið frekar lítinn pott og sjóðið vatn og sykur saman í sýróp í nákvæmlega 6 mín. lækkið hitann í meðalhita eftir að suðan er komin upp, ekki hræra í sykrinum, þetta verður sykursíróp. Ef þið eruð með tvöfalda uppskrift þarf að bæta við tímann, 10 mín eru passlegt. Setjið eggjarauður í skál og þeytið smá stund (1 mín). Hellið sýrópinu heitu út í rauðurnar í mjórri buni á meðan þið þeytið. Þeytið áfram þar til kremið er nær kalt, Þetta getur tekið 10-15 mín á meðalhraða. Það er mikilvægt að eggjablandan sé orðin köld annars bráðnar smörið þegar það fer út í og kremið verður eins og súpa. Þetta er það sem mistekst oftast hjá fólki við sörubakstur. Bætið smjöri út í smátt og smátt og hrærið vel á milli Sigtið kakó út í og blandið öllu vel saman. Má setja meira kakó, ágætt er að smakka til. 

Setjið kremið á kökurnar, kælið mjög vel. Dýfið kökunum í brætt súkkulaði einni í einu og kælið. Gott er að geyma sörur í frysti og setja í box með bökunarpappír milli laga. Þær geymast í 6 mánuði. Uppskriftin gerur 40 sörur.

Tips.  Ef kremið verður þunnt þ.e. ef þið hafið ekki kælt nóg er ráð að setja skálina í kæli góða stund og hræra upp aftur, kremið er ekki ónýtt. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s