Breskar skonsur

Margir eru að horfa á þáttinn Crown þessa dagana og ekki úr vegi að rifja upp hvernig Bretar gera sínar gómsætu skonsur. Lykilatriði að fá léttar skonsur felst í því hvernig þær eru hnoðaðar saman. Það á að leyfa smjörinu í þeim að verða svolítið grófkornótt ekki blanda þar til það verður mjölkennt og líka að hnoða þær ekki of mikið  í restina þegar allt kemur saman því þá missa þær léttleikann og verða seigar.

260 g hveiti

40-50 g sykur

2 tsk. lyftiduft

80 g smjör, kalt, í litlum teningum

1 egg

1 tsk. vanilludropar

1/2 dl rjómi

3/4 dl mjólk

mjólk til að pensla skonsurnar með

Hitið ofninn í 190°C, 175°C á blástur. Setjið hveiti, sykur og lyftiduft í matvinnsluvél, látið vélina ganga í 1/2 -1 mín til að allt blandist saman. Setjið smjör út í og látið vélina ganga þar til smjörið hefur blandast vel saman við en þó þannig að það sé á stærð við smáar baunir, setjið blönduna í djúpa skál. Blandið eggi, rjóma, mjólk og vanilludropum saman í aðra skál. Hellið eggja/mjólkurblöndunni út í þurrefnin og blandið öllu saman með sleikju þar til deigið er samlagað. Hnoðið létt saman, ekki hnoða of mikið, og fletjið deigið létt út með flötum lófum þannig að það verði 1 1/2 sm að þykkt, notið hveiti til að deigið festist ekki við borðið. Stingið úr kringlóttar skonsur með formi eða glasi sem er um 5 cm í þvermál, hnoðið afskurðinn aftur og mótið skonsur úr öllu deiginu. Þið fáið 10 skonsur úr uppskriftinniRaðið skonsunum á bökunarpappír á ofnplötu, penslið ofan á með mjólk. Bakið í 15 -18 mín í miðjum ofni. Kælið á rist. Bestar nýbakaðar með léttum rjómaosti eða rjóma og sultu.

Skonsur má gjarnan hnoða í skál með höndum og þá er farið eins að en passa að hnoða ekki of mikið. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s