Hreindýra stroganoff

Uppskriftir af hvunndagsréttum úr villibráð er alltaf kærkomin fyrir veiðimenn en allir veiðimenn vita að þegar maður á hreindýr í frystikistunni er ekki bara um að ræða hátíðasteikur úr lund heldur allskonar skurð af kjöti sem er gott að nota í hversdagsmat eða bara helgarsteikina. Þessi rússneski réttur sem ég hef alltaf eldað með nautakjöti er hreint undurgóður með hreindýrakjöti. Ég nota bógsteik eða lærvöðva eða annað gott og sker kjötið í þykka strimla langsum eftir vöðvanum. Strimlana sker ég síðan í þunnar sneiðar þvert á vöðvann.

Fyrir 4

3 msk. olía

1 laukur, afhýddur skorinn í tvennt og síðan í sneiðar

1 hvítlauksgeiri, saxaður

2 msk. smjör

250 g sveppir, skornir í munnbita

500 g hreindýravöðvi, skorinn í þunnar sneiðar

2 msk. hveiti

1 dl soð, villibráða er best annars nautasoð 

150 g sýrður rjómi, fullfeitur

hnefafylli steinselja, söxuð

salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Hitið olíu á pönnu og steikið lauk þar til hann brúnast létt, bætið hvítlauk í síðustu mínútuna. Bætið smjöri og sveppum á pönnuna og steikið sveppina stutta stund með lauknum. Takið af pönnunni og látið til hliðar. Veltið kjötbitunum upp úr hveiti. Bætið örlitlu af olíu á pönnuna og brúnið bitana báðum megin, passið að gegnumsteikja ekki alveg því rétturinn á eftir að eldast svolítið áfram. Bætið nú lauknum og sveppunum á pönnuna og síðan kjötsoðinu. Látið malla saman í 2 -3 mín eða eftir smekk hversu vel þið viljið elda kjötið. Bætið sýrðum rjóma út í og sjóðið örstutt áfram. Stráið steinselju yfir. Berið fram til dæmis með snittubaunum, ofnsteiktum kartöflum, rótarmauki eða smjörsteiktum gulrætum.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s