Ljós Rúlluterta með sultu

Rúllutertur eru partur af æskuminningum margra, ljós með sultu eins og þessi hér, brún með smjörkremi eða brún með banönum og rjóma sem er að finna hér annarstaðar á síðunum. Þetta er einfaldur bakstur, flokkast undir “þeytt deig” þ.e. byrjað á því að þeyta sykur og egg saman. Ég er oft spurð að hversu lengi á að þeyta eggjahræruna og er gott að ganga út frá því að þeyta á meðalhraða í hrærivél í 8-10 mín. þá er blandað létt og sykurinn vel blandaður eggjunum og kakan fellur ekki. Gagnlegt er að kunna að gera öskju úr bökunarpappír eins og hér er sýnt en þá er leikur einn að gera allskyns rúllutertur t.d. marensrúllutertu og margt fleira. Það þarf bara að reikna gróflega stærðina, oft er hún gefin upp í uppskriftinni og klippa pappírinn eftir því.

4 egg, meðalstór

130 g sykur

1 tsk. vanilludropar

70 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

180 g rauð berjasulta 

Hitið ofninn á 200°C (195°C blástur). Setjið egg og sykur ásamt vanilludropum í hrærivélaskál og þeytið saman á meðalhraða í 8-10 mín. Sigtið hveiti og lyftiduft saman í skál og bætið salti þar út í, leggið til hliðar. Takið örk af bökunarpappír 38×45 og brjótið inn á 5 cm allan hringinn.  Hellið 1-2 msk af matarolíu á pappírinn og penslið hann vel, líka kantbrotið. Klemmið hornin saman með fingrunum og brjótið þau saman svo pappírinn verði eins og askja Heftið hornin saman. Setjið bökunarpappírinn í ofnskúffu. 

Blandið hveitiblöndunni í eggjahræruna og blandið því saman við með sleikju. Hellið deiginu í bökunarpappírsöskjuna og jafnið því út. Bakið þetta í 10 mín, kakan er bökuð þegar hættir að heyrast “hviss” hljóð í henni og hún er snertiþurr. Ekki opna ofninn fyrstu 8 mín. svo hún falli ekki. Hafið nýja örk af bökunarpappír tilbúna á borðinu þegar kakan er fullbökuð. Takið þá kökuna úr ofninum og rífið pappírinn frá í hliðunum og hvolfið kökunni á pappírinn. Losið pappírinn varlega af kökunni. Látið hana kólna í 10 mín og smyrjið síðan sultunni á botninn. Rúllið kökunni upp. 

Margar uppskriftir af rúllutertum eru minni eða með 3 egg . Þá má pappírsörkin bara vera örlítið minni svo kakan haldi þykkt sinni, eða um  34×40 cm.  Það er alltaf gott að baka hana samt í ofnskúffunni þó hún fylli ekki út í hliðarnar á henni og fá þar stuðning frá hliðunum, sérstaklega þar sem tókst verr til að hefta.  

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s