Á námskeiðum okkar í matargerð Mið-Austurlanda bjóðum við gjarnan upp á myntute í lok námskeiðs. Hér er uppskriftin, hún er löguð að smekk okkar Íslendinga og er ekki nærri því eins dísætt og það te sem er boðið upp á í þessum heimshluta en gott eigi að síður.
1 msk. grænt kínverskt te helst gunpowder
1 ½ msk. sykur
stór hnefafylli myntulauf, bæði stilkar og lauf
Hitið tepott og setjið grænt te, sykur og myntu í hann. Fyllið upp með sjóðandi vatni og látið trekkja í 3-4 mín.
Þetta te er mikið drukkið í löndum að botni Miðjarðarhafs og í Norður- Afríku. Það er borið fram á undan og eftir máltíð og er síðan alltaf boðið þegar gestir koma. Venjulega er það lagað í silfurkatli og gjarnan borið fram í litlum litríkum glösum.