Margir hafa gaman af því að baka eftir erlendum uppskriftum og í Amerískum kökuuppskriftum eru hráefnin oft mæld í bollum. Smjör er eitt af því sem er erfitt að troða ofan í bollamál, trúið mér, ég tala ef reynslu. Hér undir eru bollamál gefin upp í grömmum og er þá auðvelt að vigta það á vigtinni.
Smjör vigt bollar = grömm
⅛ bolli = 30 gr.
¼ bolli = 55 gr.
⅓ bolli = 75 gr.
⅜ bolli = 85 gr.
½ bolli = 115 gr.
⅝ bolli = 140 gr.
⅔ bolli = 150 gr.
¾ bolli = 170 gr.
⅞ bolli = 200 gr.
1 bolli = 225 gr.