Tres leches – Mexíkósk mjólkurkaka

Á lengri Mexíkó-námskeiðunum sem eru sniðin að hópum bjóðum við gjarnan þennan efrirrétt. Þessi kaka er einn þekktasti eftirréttur í Suður-Ameríku og líka í Mexíkó. Hún er óvenjuleg. Kökubotninn er þó bara venjulegur kökubotn, líkur sandköku en síðan er 3 tegundum af mismunandi mjólk hellt yfir kökuna sem hún drekkur í sig og gerir hana mjög djúsí og undurgóða. Ofan á er síðan sætur þeyttur rjómi og kanel stráð yfir. Bragðið minnir pínulítið á grjónagrautinn okkar og er alls ekki út fyrir þægindarammann bragðlega séð, áferðin er hins vegar sérstök því kakan er blaut í gegn. Kakan geymist í ísskáp í 3-4 daga.

Kakan:

125 g smjör, mjúkt

200 g sykur

5 egg

1 tsk. vanilludropar

240 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til mjúkt og kremkennt. Bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel saman, bætið vanillu út í. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið í, blandið saman með sleikju. Hellið deigi í ferkantað form 9″x13″ ( eða 22×32 cm) og bakið í miðjum ofni í 25-30 mín. Takið kökuna út og kælið í 20 mín. Pikkið yfir hana alla með prjón. Hellið mjólkurblöndunni yfir kökuna og látið bíða í 15-30 mín, kakan sýgur í sig vökvan. Smyrjið rjómanum jafnt yfir og dustið yfir síðan yfir hann með kanel.

Mjólkurblanda:

2 dl mjólk

1 dós sweetened condensed milk (14 oz)

1 dós evaporated milk (12 oz)

Blandið þessum 3 tegundum af mjólk saman í skál og hellið yfir kökuna.

Rjómi ofan á:

3 ½ dl rjómi

1 ½ dl sykur

1 tsk. vanilludropar

1 tsk. kanelduft

Þeytið rjómann með sykri og vanilludropum.

# Mjólkurtegundirnar fást í flestum Asíu-búðum.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s