Súpuna má gera daginn áður og hita upp. Gott er að frysta grænkál á haustin í pokum og síðan mylja bara í súpur eftir þörfum, bæði hollt og gott.
4 msk. góð olía
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, afhýddar og sneiddar
1 blaðlaukur, sneiddur
2 hvítlauksgeirar, afhýddir og sneiddir
5 tómatar, saxaðir eða 1 dós saxaðir tómatar
1 msk. tómatpúra
1 líter grænmetis- eða kjúklingasoð
1 dós hvítar baunir, soja- eða smjörbaunir
200 g spínat eða saxað grænkál eða blanda af báðu
Salt og nýmalaður pipar
súrdeigsbrauð, skorið í teninga og ristað
rifinn parmesanostur
Steikið lauk, gulrætur og blaðlauk í olíunni góða stund á vægum hita þar til laukurinn fer að verða glær. Bætið hvítlauk út í og steikið 2 mín. í viðbót. Bætið tómötum, tómatpúru, og soði út í. Sigtið safa frá baunum og maukið helminginn af baununum með gaffli og bætið maukinu út í. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið sjóða saman í 25 mín. Bætið þá, heilum baunum og spínati og grænkáli í pottinn og sjóðið áfram í 10-15 mín í viðbót. Berið fram með brauðteningunum og parmesan-ostinum ofan á.