Rabarbarasulta

Hér kemur uppskrift að dásamlegu rabarbarasultunni okkar í Salt Eldhúsi. Hún er talsvert ólík þeirri dökku sultu sem við erum vön að fá úr íslenskum rabarbara,  er líkari berjasultu þegar hún er soðin svona stutt. Best er að nota unga frekar mjóa og rauða stöngla og sjóða hana það stutt að bitarnir haldist að mestu leyti heilir. Hugmyndin er fengin hjá Diana Henry sem er þekktur matreiðslubóka- og dálkahöfundur og vinkona okkar í Salt Eldhúsi. Hún notar líka rósavatn í sultuna sína 1-2 msk. í uppskrift en einnig má leika sér með að bragðbæta með engifer eða öðru sem hugnast eða jafnvel láta bara rabarbarann njóta sín einan.  

1 kg rabarbari, helst mjóir nýsprottnir stilkarnir (ekki grænir sverir)

800 g sykur

¾ dl eplasafi

1 sítróna, safi af henni

10 kardimommuhylki

1 msk. sultuhleypir

Skolið rabarbarann og skerið í bita. Setjið hann í skál og stráið sykrinum yfir. Hellið epla og sítrónusafanum yfir og blandið öllu saman. Látið liggja yfir nótt, þetta þarf ekki að vera í ísskáp.  Merjið kardimommuhylkin og setjið fræin innan úr í skál. Setjið allt í pott, rabarbarann með sykurgumsinu, og kardimommfræin, helst stálpott með þykkum botni og bætið sultuhleypi út í. Sjóðið saman í 5 mínútur. Setjið í heitar krukkur og lokið strax. Geymist á svölum stað í 8-10 mánuði.

Undirbúningur á krukkum

Hlaup og sultur ættu að geymast í amk. eitt ár á þurrum og svölum stað en til þess að það verði þarf að gæta þess að krukkurnar séu vel hreinar. Best er að sótthreinsa þær með því að þvo þær vel úr heitu sápuvatni, skola þær síðan vel úr hreinu vatni og láta þær síðar í 100°C heitan ofn í 20 mín.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s