Hér kemur góð hugmynd að matarjólagjöf. Þessi heimatilbúni líkjör gælir við bragðlaukana og er tilvalinn eftirréttur eftir góða máltíð. Nú meiga jólin koma.
2 ½ dl matreiðslurjómi
1 dós condensed milk (ca. 400 g)
2 msk. súkkulaðisíróp
2 tsk. vanilluessens eða dropar
1 tsk. neskaffi
3 – 3 ½ dl viskí gott að nota írskt viskí t.d. Jameson
Setjið allt sem fer í líkjörinn í blandara og blandið saman í 30 sekúndur á mesta hraða. Hellið í fallegar flöskur og geymið síðan í ísskáp. Hristið vel áður en þið hellið í glasið. Geymist í 2 mánuði í ísskáp.