Marineruð síld

Nú er tími fyrir síld. Lítið mál er að marinera sína eigin síld og engin leið að lýsa því hversu mikið betri hún er. Hér er aðeins brugðið út af þessu hefðbundna hráefni í ediksleginum og þurrkaðar apríkósur hafðar með í honum. Þær eru góðar með sæt-saltri síldinni.

6 saltsíldarflök

2 dl gott edik, t.d. hvítvíns- eða lageredik

1 dl vatn

1 ½ dl sykur

2 msk. púðursykur

1 rauðlaukur, skorinn í tvennt og sneiddur

1 gulrót, flysjuð og sneidd þunnt

4 þurrkaðar apríkósur, skornar í litla bita

10 piparkorn

8 allrahalda, heilt

6 einiber

3 lárviðarlauf

½ tsk. sinnepsfræ

4 negulnaglar

Sjóðið edik, vatn, sykur og púðursykur saman. Bætið rauðlauk, gulrót og apríkósum út í og látið suðuna koma upp. Steitið 5 piparkorn, allrahalda og einiber gróft og bætið í löginn. Kælið vel. Útvatnið síldina í köldu vatni í 8-10 eða eftir leiðbeiningum frá fisksalanum. Setjið síldina í stóra krukku, fallegt að láta glansandi hliðina á henni snúa að krukkunni svo hún sjáist.  Hellið leginum yfir, bætið lárviðarlaufum, sinnepsfræjum og negulnöglum út í. Látið trekkja í a.m.k. sólarhring. Síldin verður enn betri eftir nokkra daga.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s