Þessar eru uppáhalds og engin jól án þeirra.
Kökurnar:
125 g smjör
250 g síróp
125 g sykur
1 egg
500 g hveiti
1 tsk. engifer
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanell
Hitið smjör, síróp og sykur saman að suðu. Setjið blönduna í hrærivélaskál. Kælið blönduna svolítið svo eggið soðni ekki þegar það fer út í. Bætið síðan egginu út í og blandið þessu vel saman. Bætið þurrefnum út í og hrærið sprungulaust deig. Látið deigið bíða á köldum stað yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið út og stingið út kringlóttar kökur, fallegt er að nota járn sem er ekki alveg hringur en með smáum bogum. Raðið þeim á ofnplötu og bakið í um 6-8 mín. Kælið. Þið fáið u.þ.b. 50 kökur úr uppskriftinni.
Krem:
140 g smjör, mjúkt
220 g flórsykur
1 eggjarauða
1 tsk. vanilludropar
Hrærið allt vel saman. Leggið kökurnar saman með smjörkreminu. Geymið kökurnar á köldum stað eða í frysti.