Pottbrauð Salt Eldhúss

Ekki hafa allir þolinmæði í að gera súrdeigsbrauð og hér er uppskrift að dásamlegu gerbrauði sem aldrei klikkar. Brauðið er aðeins með 4 innihaldsefnum og bara notað örlítið af geri sem er ávinningur fyrir þá sem kjósa að nota minna ger í brauðin sín. Brauðið er látið hefast á borðinu í eldhúsinu yfir nótt en á þann hátt er hægt að halda magni af geri í lágmarki . Yndisleg skorpa er á brauðinu og undurmjúkt innan í, þetta er brauð fyrir sælkera.

Pottbrauð grunnuppskrift

500 g hveiti (brauðhveiti í bláu pökkunum frá Kornax er gott)

¼ tsk. þurrger

1 msk. gæða salt

380 g vatn

Hrærið öllu saman í skál, setjið plastfilmu yfir og látið standa við stofuhita í 12-18 klst.

Hitið ofninn í 250°C og setjið ofnfastan pott í hann. Gott er að nota pottjárnspott eða leirpott. Þegar ofninn hefur náð hitanum er lækkað í 220°C.

Veltið deiginu saman í skálinni, gott að nota deigsköfu. Takið pottinn úr ofninum og berið olíu í hann að innan, passið ykkur, hann er funheitur. Hellið deiginu í pottinn og bakið í 30 mín með loki á. Takið lokið af eftir þann tíma og bakið áfram í 15 mín í viðbót.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s