Bakað blómkál með mildum kryddum

Nýtt Íslenskt blómkál með smjöri er eitt af því besta sem til er. Nú er gott úrval af því í verslunum en hvað annað er hægt að gera við blómkálið? Þar sem það tekur vel við kryddum er upplagt að baka það með ljúfri kryddblöndu. Gott eitt og sér en passar líka sem meðlæti.

1 meðalstór blómkálshaus

1 tsk. kumminfræ

1 tsk. kóríanderfræ

1/2 tsk túrmerik

3 msk. ólífuolía

salt og nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í botninn á ofnskúffu. Hlutið blómkálið niður og reynið að láta stilkana halda sér, setjið það í skál. Malið kryddin saman í kryddkvörn eða í morteli, og stráið því yfir blómkálið. Blandið olíu, salti og pipar út í líka og blandið öllu vel saman. Hellið blómkálinu á bökunarpappírinn og dreifið úr því. Bakið í 20-25 mín. Hreyfið við því a.m.k. einu sinni á meðan á bakstrinum stendur.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s