Sætkryddaðir kjúklingabitar með brösuðum lauk

Matur sem eldar sig sjálfur gæti verið yfirskriftin að þessum girnilega kjúklingarétt. Allt inn í ofninn og síðan bara að hafa það kósí og njóta þess að finna matarilminn verða til smátt og smátt.

800 -1000 g kjúklingabitar með skinni, gott er að nota leggi og efrilæri

3-4 laukar, eftir stærð

4 msk. tómatpúra

3 msk. olía

1 tsk paprikuduft

1 msk. maple síróp (má sleppa ef vill)

sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Þerrið kjúklingabitana með eldhúspappír og raðið í ofnskúffuna. Afhýðið laukinn og skerið í fjóra parta. Blandið tómatpúru, olíu, paprikudufti, sírópi salti og pipar í skál. Penslið kjúklingabitana á öllum hliðum með blöndunni. Raðið lauknum á milli kjúklingabitanna, dreypið örlítið af ólífuolíu yfir. Bakið í ofninum í 40 mínútur. Berið fram t.d. með hýðisgrjónum eða quinoa ásamt tamarisósu.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s