Hjónabandssæla

Nú fer að koma að berjatímanum og hér í Salt Eldhúsi förum við aldrei í berjamó án þess að hafa þessa þjóðlegu köku með í för. Á námskeiðum sem erlendir ferðamenn sækja til okkar fá nýgift hjón í brúðkaupsferð að baka hana saman og njóta. Við köllum hana marriage bliss cake á ensku og vekur bæði nafnið og kakan mikla hrifningu hjá ferðamönnunum.

240 g smjör

200 g sykur

1 egg

280 g hveiti

150 g haframjöl

1 tsk. matarsódi

1 krukka sulta, rabarbara eða önnur sem ykkur finnst góð

Hitið ofninn í 190°C. Skerið smjörið í litla bita og setjið í hrærivélaskál ásamt sykrinum. Notið hrærarann og hrærið saman þar til blandan er vel samlöguð. Bætið eggi, hveiti, haframjöli og matarsóda út í og hrærið allt saman þar til verður samfellt deig. Þetta má líka gera með höndum í stórri skál ef þið eigið ekki hrærivél.

IMG_1383.jpg

Notið 26 cm breitt form eða sambærilega stærð á ferköntuðu móti og fóðrið með bökunarpappír eða smyrjið formið með smjöri eða olíu. Takið ¾ af deiginu og setjið á botninn á forminu. Smyrjið sultunni ofan á. Myljið ofan á sultuna því sem eftir er af deiginu. Bakið þetta í 40 mín. Skerið í bita ef þið hafið notað ferkantað form. Má frysta.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s