Kornflex marensterta

200 g sykur

130 g kornflex

4 eggjahvítur ( 160 g )

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

 

4 dl rjómi, þeyttur

 

Hitið ofninn í 160°C eða 150°C á blástur. Smyrjið 2 lausbotna 26 cm stór form með olíu eða smjöri. Setjið eggjahvíturnar í tandurhreina skál og þeytið þær með sykrinum þar til þær eru vel stífar, þetta tekur 3-4 mín. Bætið vanilludropum út í í lokin og blandið vel saman við. Myljið kornflexið gróft niður, gott er að gera það bara með hnefanum ofan í skálinni, og bætið lyftidufti í. Blandið kornflexinu síðan saman við marensinn, gott er að nota sleikju. Skiptið deiginu á milli í smurð formin og bakið þetta í 45-50 mín. Látið kólna í nokkrar mínútur og losið síðan varlega úr formunum. Leggið botnana saman með þeyttum rjóma þegar þeir eru orðnir nógu kaldir og setjið súkkulaðikremið ofan á.

 

Súkkulaðikrem:

100 g dökkt súkkulaði

2 eggjarauður

1 dl rjómi

 

Brjótið súkkulaðið í minni bita og setjið í gler eða stálskál. Bræðið í vatnsbaði við mjög vægan hita. Ef þið eigið örbylgjuofn getið þið brætt súkkulaði í honum, passið bara að það ofhitni ekki. Þeytið eggjarauðurnar saman í skál þar til þær lýsast aðeins. Hellið súkkulaðinu út í þær og pískið vel saman. Hellið rjómanum út í í kjölfarið og pískið þar til samfellt krem. Kælið í örstutta stund í ísskáp ef það er of lint, en annars hellið kreminu yfir kökuna. Kakan er best ný sett saman.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s