Skyr með ferskum kryddjurtum og olíu

Skyrið frá Erpstöðum er spennandi og minnir okkur í Salt Eldhúsi á skyrið sem var til í mjólkurbúðum hér á árum áður og var pakkað inn í vaxpappír. Skyrið var meira eins og ostur, enda er það ostur. Hér höfum við blandað þetta fína skyr frá Erpsstöðum með jómfrúarolíu og ferskum kryddjurtum og það er afbragðsgott.

Skyr með kryddjurtum og jómfrúarolíu

 

200 g skyr frá Erpstöðum

1 msk. ferskt dill, timian, basilikum og steinselja, eitthvað eða allt af þessu

2 msk. jómfrúarolía

1 msk. rjómi

1 hvítlauksgeiri, rifinn fínt eða pressaður

sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Hrærið allt saman og setjið í skál. Látið bíða í 30 mín. þá er allt vel samlagað og skyrið búið að taka í sig góða bragðið af kryddjurtunum. Hellið örlitlu af jómfrúarolíu yfir skyrið. Berið fram með mildu brauði, hrökkbrauði eða notið sem meðlæti með lambakjöti.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s