Skyrið frá Erpstöðum er spennandi og minnir okkur í Salt Eldhúsi á skyrið sem var til í mjólkurbúðum hér á árum áður og var pakkað inn í vaxpappír. Skyrið var meira eins og ostur, enda er það ostur. Hér höfum við blandað þetta fína skyr frá Erpsstöðum með jómfrúarolíu og ferskum kryddjurtum og það er afbragðsgott.
Skyr með kryddjurtum og jómfrúarolíu
200 g skyr frá Erpstöðum
1 msk. ferskt dill, timian, basilikum og steinselja, eitthvað eða allt af þessu
2 msk. jómfrúarolía
1 msk. rjómi
1 hvítlauksgeiri, rifinn fínt eða pressaður
sjávarsalt og nýmalaður pipar
Hrærið allt saman og setjið í skál. Látið bíða í 30 mín. þá er allt vel samlagað og skyrið búið að taka í sig góða bragðið af kryddjurtunum. Hellið örlitlu af jómfrúarolíu yfir skyrið. Berið fram með mildu brauði, hrökkbrauði eða notið sem meðlæti með lambakjöti.