Lambakjötssúpa frá Íran

Matarmiklar súpur eru okkar uppáhald, sér í lagi á þessum árstíma. Í súpuna er gott að nota mjúkt lambakjöt og er í sjálfu sér hægt að nota hvaða bita sem er, lærvöðva, gúllas, fille eða prime. Fituríkir bitar eins og lamba-prime gerir hana feitari og er það í góði lagi ef maður hefur smekk fyrir því. Í súpunni eru spennandi krydd, kumminfræ og kóríanderfræ og er flott að rista þau til að fá gott og kjarnmikið bragð í súpuna. Allrahanda er líka notað í súpuna og fæst það m.a. hjá Krydd og Tehúsinu og er afbragðsgott og krassandi og gefur góða fyllingu. Uppskriftin dugar fyrir fjóra.

 

Lambakjötsúpa frá Íran

 

1 ½  tsk. kumminfræ

1 ½  tsk. kóríanderfræ

3 msk. olía

1 stór laukur, saxaður smátt

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

1 rautt chili, saxað smátt og fræ notuð eftir því sem þið þolið að hafa sterkt

400 g lamba eða kindakjöt, fille, lærvöðvi eða prime, smátt skorið

1 tsk. allrahanda, (allspice) helst heilt og steytt en má nota helming kanel og helming negulduft í staðin

4 msk. góð tómatpúrra, t.d. lífræn frá Biona eða Chirio í túpunni

2 tsk. hunang eða púðursykur (þarf ekki ef þú notar góða tómatpúrru)

12 dl vatn

2 tsk. sjávarsalt og nýmalaður pipar

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir

50 g kús-kús

hnefafylli söxuð steinselja

 

 

Þurrsteikið kummin og kóríanderfræ á þurri pönnu þar til þau fara að ilma vel. Þetta er gert til þess að fá meira og betra bragð úr kryddinu. Steitið það í morteili þar til það verður að dufti. Hitið olíuna í potti og steikið laukinn við hægan hita þar til hann fer að verða glær. Bætið þá hvítlauk og chili á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mín. Setjið lambakjötbitana á pönnuna og steikið það með lauknum þar til það er brúnað. Bætið allrahanda og kryddblöndunni (kummin og kóríander) út í og látið malla aðeins saman. Setjið tómatpúrru, vatn, hunang, salt og pipar út í og látið allt sjóða í 30 mín. Sigtið safann frá kjúklingabaununum og sjóðið þær með síðustu 10 mínúturnar. Slökkvið undirpottinum, bætið kús-kús út í, setjið lok á og látið standa í 3-4 mín. Sáldrið steinselju yfir og smakkið til með sjávarsalti. Berið fram með góðu brauði.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s