Kjúklingasúpa með asískum kryddum

Hér er uppskrift að dásamlegri súpu sem er akkúrat súpan sem er gott að fá sér núna þegar kalt er í veðri. Límónulaufin gefa súpunni mjög sérstakt bragð en þau er hægt að fá í Asíubúðum, frosin í litlum kassa sem er gott að eiga í frysti. Við mælum með að kaupa núðlur þar líka, þær eru einfaldlega svo miklu betri þar og eins er kókokmjólkin í fernunum 100% kókosmjólk og það er mikill munur á henni og flestu öðru.  Five-spice er hægt að búa til sjálfur en það er gott að nota t.d. til að krydda andarbringu með, það gefur frábært bragð.

 

3 hvítlauksgeirar

5 cm bútur engifer

40 g ferskur kóríander

1 ferskur rauður chilipipar

3 msk. olía

400 g kókosmjólk

6 dl vatn

2 tsk. kjúklingakraftur

2 límónulauf ( kafir lime leaf fást frosin í asíubúðum)

3 msk. fiskisósa

200 g hrísgrjónanúðlur, soðnar eftir leiðbeiningum á pakkanum

1 límóna, safi úr henni

3-4 vorlaukar, sneiddir þunnt

500 g beinlaus kjúklingur, best að nota úrbeinuð læri

2 msk. five-spice krydd, fæst í asíubúðum en er hægt að búa til mjög gott heima

 

Setjið hvítlauk, engifer, kóríander og chili í matvinnsluvél og blandið mjög vel saman.

Hitið olíuna á djúpri pönnu og steikið kryddblönduna þar til blandan er vel steikt og eldhúsið ilmar vel. Hellið kókosmjólkinni, vatninu og kjúklingakrafti og límónulaufum, ef þið eigið þau, út í og látið allt sjóða saman í 10 mín. Bætið fiskisósu í og smakkið til með límónu.

 

Á meðan súpan sýður; veltið kjúklingnum upp úr five-spice blöndunni og steikið hann á pönnu á báðum hliðum. Sjóðið núðlur eftir leiðbeiningum og haldið þeim volgum. Þetta hvortveggja má gera tímanlega og setja til hliðar.

 

Setjið súpuna saman þannig. Skiptið núðlum á milli í 4 skálar, ausið súpunni yfir, skerið kjúklinginn í strimla og setjið yfir, toppið með söxuðum vorlauk, fersku rauðu chili og meira af ferskum kóriander. Uppskriftin er fín fyrir fjóra svanga.

Heimagert five-spice:

1 msk. stjörnuanís

1 meðalstór kanelstöng

1 msk. svartur pipar

1 msk. heilar kardimommur

3 msk. sykur

Allt sett í krydd- eða kaffikvörn og malað fínt. Gott í ýmsa rétti og frábært til að velta andarbringum upp úr.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s