Pestó Salt Eldhúss

Við notum bæði fersk basillauf og klettakál eða steinselju í pestó því okkur finnst basillauf eingöngu vera of krefjandi í pestó. Nota má allskonar hnetur en furuhnetur eru nokkuð bragðlitlar og aðrar hnetur eins og pekan- eða valhnetur gera pestó enn meira spennandi. Hvítlauksmagnið hér er bara viðmið því sumir þola hann vel hráan en aðrir ekki þannig að magnið fer eftir því. Edik er það sem gefur kraft og nú er mikið úrval af því víða. Mjög gott að prófa sig áfram með edik í matargerð oft er það bara það sem vantar í sósuna ef hún er flöt og óspennandi.

100 g valhnetur eða pecanhnetur eða blanda af hnetum

góð hnefafylli ferskt basil

góð hnefafylli klettakál eða steinselja, eða blanda af bæði

80-100 g parmesanostur, skorinn í bita

½ – 1 hvítlauksgeiri, rifinn (má vera meira eða allt að 2 geirar)

½ tsk. sjávarsalt

1 dl ólífuolía

½ -1 tsk. sykur eða annað sætuefni

1 tsk. gott berja- eða vínedik t.d. hindberja, kirsuberja eða sjerrí

Ristið valhnetur á pönnu eða í ofni þar til þær fara að ilma. Takið frá ¼ af þeim frá og saxið mjög gróft til að setja út í síðast. Setjið basil og klettakál eða steinselju í matvinnsluvél ásamt heilu valhnetunum, parmesanostinum, hvítlauk og salti og blandið vel saman. Hellið olíu út í í mjórri bunu á meðan vélinn vinnur og maukið saman. Bætið nú ½ tsk. af sykri og 1 tsk. ediki í og endilega smakkið til. Kannski má bæta með meira af salti, sykri eða meira af ediki til að fá kraft í pestóið. Síðast setjið þið hneturnar sem þið tókuð frá út í og maukið saman við í stuttum slögum svo þær verði grófar og gefi bit í pestóið.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s