200 g súkkulaði
100 g smjör
130 g sykur
2 egg, stór
1 msk. kakó
3 msk. maizenamjöl eða hveiti
250 g hindber eða blönduð ber, frosin eða ný, eða blanda af báðum tegundum.
Stillið ofninn á 180°C (170°C á blástur). Setjið súkkulaði og smjör í gler eða stálskál og bræðið yfir vatnsbaði. Reynið að hafa vægan hita svo blandan hitni ekki of mikið heldur bráðni hægt og rólega. Takið skálina af hitanum og bætið sykri í blönduna og hrærið vel saman við, gott að nota þeytara. Bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel saman. Blandið nú kakó og maizenamjöli saman við og hrærið þar til deigið er samfellt. Setjið bökunarpappír á botninn á formi sem er u.þ.b 20×30 cm stórt. Hellið deiginu í það og dreifið berjunum ofan á. Bakið þetta í miðjum ofni í 25-30 mín. Kælið vel og skerið síðan í bita. Mjög gott að frysta. Ef þið notið kringlótt form er gott að nota stærð sem er 26 cm í þvermál.