Sultaðar rauðrófur

 

Nú er rétti tíminn að sulta rauðrófur, þegar þær eru nýjar og góðar. Í þessari uppskrift eru rófurnar bakaðar en þannig halda þær bæði næringarefnum og verða bragðmeiri eftir sultun. Með kryddunum verða þær mikið lostæti og erfitt að geyma þær til jóla en mjög auðvelt er að margfalda uppskriftina.

1 kg ferskar rauðrófur

Lögur.

½ líter edik, gott að nota Heidelberg lager edik

400 g sykur

1 tsk. salt

3 -4 stjörnuanís

2 kanelstangir (velja mjóar eða skipta þeim í tvennt)

5 cm ferskur engifer, skorinn í sneiðar

2-4 lárviðarlauf, (2-4 eftir stærð)

 

Hitið ofninn í 180°C. Pikkið í rauðrófurnar með gaffli, pakkið þeim inn í álpappír og raðið í bakka. Bakið þær í 40-60 mín, eftir stærð. Þær eru bakaðar þegar þið getir rennt hníf í gegnum þær án þass að finna fastan kjarnann. Kælið rauðrófurnar í smástund. Skerið ofan af þeim og nuddið hýðið utan af undir rennandi vatni. Skerið rauðrófuna í bita. Sjóðið edik, sykur og salt saman þar til sykur er bráðinn. Skiptið rauðrófunum í krukkur, þið þurfið 3-4 meðalstórar krukkur, og setjið bút af kanel, stjörnuanís, lítið eða hálft lárviðarlauf og þunna sneið af fersku engifer í hverja krukku. Hellið edikleginum yfir og látið trekkja í að minnsta kosti 3-4 daga. Geymist vel á svölum stað eða í allt að ár.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s